Námskeið um bankasamskiptakerfi Wise.
Þú færð aðgang að öllum Business Central námskeiðum og tengdu fræðsluefni
Námskeiðið er sniðið að þeim sem eru að hefja vinnu í Micosoft Dynamics Business Central og vilja öðlast færni í að rata um kerfið ásamt ítarlegri skilning og færni í leit og afmörkun í nýja kerfinu. Farið er í uppbyggingu kerfisins, ásamt nýjungum í kerfinu og aðlögunum útlits og umhverfis að þörfum notanda. Kennt er hvernig stofna á viðskiptamann og lánadrottinn
Valin námskeið sem henta starfsfólki sem vinna mikið á síma eða öðrum snjalltækjum. Farið er yfir grunn notkun Microsoft Teams, Viva Engage, Öryggisvitund auk notkunar á Teams og Viva Engage í snjallsíma.
Á þessu námskeiði er farið yfir innheimtukerfi Wise í Business Central.
Tímabundinn aðgangur að völdum námskeiðum fyrir þitt starfsfólk.
Áskrift að fjölbreyttu úrvali stuttra og hagnýtra námskeiða um Microsoft 365 lausnir og tengt efni, m.a. Teams, SharePoint, Viva Engage, öryggisvitund.
Á þessu stutta námskeiði færðu skýra yfirsýn yfir hvernig Microsoft 365 er notað til samvinnu, samskipta og skjölunar í skýinu. Við kennum ekki á einstök forrit eins og Word eða Excel – heldur einbeitum okkur að því að sýna hvernig kerfið í heild sinni virkar og hverjir kostir Microsoft 365 séu.
Þetta er stutt kynning á Microsoft Copilot, þar sem við skoðum vefviðmótið og möguleikana sem það hefur upp á að bjóða. Við skoðum ekki Copilot í forritum eins og Word eða Excel, það verða sér námskeið fyrir þau. Þessi kynning er fyrir þá sem vilja kynna sér hvað Copilot er og hvernig hann getur nýst í starfi.
Microsoft Loop er nýtt forrit frá Microsoft sem hjálpar þér að hugsa, skipuleggja og skapa, fyrir þig sjálfan eða í samvinnu með teymi. Loop hjálpar til við að hafa auðveldari aðgang að efni sem þú ert að vinna með og býður upp á betra samstarf. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi kynnist því hvað Loop er, hvernig sýn forritsins lítur út og hvernig er hægt að vinna með forritið þjálfist í notkun þess og skilji út á hvað það gengur, hvernig unnið er með svæði og síður sjái hversu auðvelt er að tengja við önnur forrit til að auðvelda notkun á fjölbreyttan hátt eins og t.d. Planner, Outlook, Teams ofl. Fyrir hverja? Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér út á hvað Loop gengur, hvernig er hægt að nota það í leik og starfi. Kynntar eru inn hugmyndir að notkun forritsins en stór kostur þess er þegar unnið er með verkefni með Loop þá haldast þau sífellt lifandi.
Í þessu námskeiði kynnumst við nýjustu útgáfunni af Microsoft Outlook og helstu breytingar sem fylgja henni. Við förum yfir nýjungar í viðmóti, bætt vinnuflæði, aukna sjálfvirkni og hvernig hægt er að nýta Outlook á skilvirkari hátt í daglegum verkefnum. Fyrir hverja? Námskeiðið hentar öllum sem nota Outlook í daglegu starfi og vilja nýta sér nýjustu möguleikana til fulls.
OneDrive for Business – Þitt vinnuský OneDrive for Business er viðskiptatengd útgáfa af OneDrive sem fylgir með Microsoft 365. Geymslan er undir stjórn fyrirtækisins og er ætluð fyrir vinnuskrár og samvinnu við samstarfsfólk. Hún býður upp á svipaða eiginleika og almenn OneDrive þjónusta, en með auknu skipulagi og stjórntólum sem henta vinnuumhverfi. Markmið námskeiðsins: Að þátttakendur: - Þekki vel viðmótið og nýjustu breytingar á því - Læri að vinna með skjöl og möppur, nýta útgáfusögu og deila gögnum á öruggan hátt - Geti tengt OneDrive við SharePoint og samstillt skrár við eigin tölvu Fyrir hverja? Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta sér OneDrive – bæði byrjendum og þeim sem þegar eru með reynslu en vilja uppfæra þekkingu sína í takt við nýjungar.
Um hvað er námskeiðið? Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði í Planner hjá Microsoft. Þar er stuðst við notkun á Planner Premium og er megináherslan á að ná fram aukinni skilvirkni í verkefnastjórnun. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi þekki muninn á þeim leyfismálum sem eru í boði, kunni á viðmótið, sjái nýjungar í Planner Premium og hvernig hægt er að búa til nýtt plan geti búið til verk, deilt plani, skilji litaflokkunina, geti bætt við dálkum og hvernig tímalínan virkar geti sett tíma á verk, sett sér markmið, geti séð yfirlit yfir lengd verka, þekki helstu stillingar og hvernig Copilot virkar inni í Planner Fyrir hverja? Alla þá sem vilja ná betri tökum á verkefnum sínum með Microsoft Planner Premium.
Í þessu hagnýta námskeiði lærir þú á Microsoft Shifts – öflugt og notendavænt vaktakerfi sem er hluti af Microsoft Teams. Shifts hentar fyrir teymi sem vinna í vöktum og gerir skipulag vaktaplans einfaldara og sveigjanlegra. Þú lærir að: Búa til og skipuleggja vaktaplan fyrir lið Úthluta vöktum og bregðast við breytingum Setja upp opnar vaktir sem starfsfólk getur sótt um sjálft Meðhöndla beiðnir um frí og skiptivaktir Deila planinu með teyminu og halda utan um upplýsingaflæði Nota Shifts í síma til að skoða vaktir og fá tilkynningar
Microsoft Teams Framhald 2025 er ætlað þeim sem hafa unnið með Teams en vilja vita meira um þetta frábæra samvinnu og samskiptatól sem er hluti af Microsoft svítunni. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi læri á helstu stillingar fyrir teymi, hvernig hægt er að eyða/geyma teymi og skoðuð eru netföng fyrir rásir skilji tengingu Outlook og Teams, hvernig maður póstar í rásir og deilir og skoðað sameiginlegt dagatal í rás geti stofnað fundi í rás, geti notað forrit þar inni og hvernig leitin virkar Fyrir hverja? Námskeiðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja auka við sig þegar kemur að samvinnu og samskiptum á vinnustað eða hópi fólks þar sem efni og tól eru sameinuð á einum stað til að auka við árangur.
Microsoft Teams Fundir 2025 er ætlað þeim sem vinna mikið með fundi í Teams. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi geti stofnað fundi í Teams, hvernig maður deilir skjá eða forriti og helstu stillingar sem þarf að hafa í huga þegar fundir eru settir á læri að taka upp fundi og hvar þeir vistast, lærir hvers konar fundarvalmöguleikar eru til, sjái fundarsýnina og kynnist svokölluðum Breakout rooms kynnist valmöguleikum sem eru í boði við fundarbókun Fyrir hverja? Námskeiðið hentar vel þeim sem vilja kynna sér það sem er mikilvægt að vita og kunna þegar fundir eru skipulagðir og framkvæmdir og mörgum valmöguleikum sem Microsoft Teams hefur að bjóða þegar kemur að fundum.
Microsoft Teams Grunnur 2025, er ætlað þeim sem vilja kynna sér vel grunnatriðin í nýjustu útgáfu Microsoft Teams. Þar kynnumst við leið til að halda utan um samskipti og samvinnu innan skipulagsheilda og eða innan verkefna. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi sjái viðmótið og kynni sér og læri hvernig spjallið virkar og hvernig maður deilir skjá í Teams, geti stofnað teymi og rásir, geti notað samskipti í rásum og tögg geti unnið með gögn og skjöl, dagatalið, OneDrive og helstu stillingar í Teams Fyrir hverja? Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér grunnatriði Microsoft Teams og hvernig þessi afurð Microsoft getur hjálpað og stutt við samvinnu og eða samskipti meðal starfshópa.
Námskeiðið er ætlað að gefa notanda aukna innsýn inn í einföld en mögulega praktísk ráð sem gott er að kunna og einfalt að nota þegar um vinnu með Teams er að ræða. Markmið með þessari yfirferð er m.a. að nemandi kunni að nýta sér tímabelti í spjalli, hafi þekkingu á Meet appinu og hvernig einfalt er að breyta dagatalasýn viti hvernig valstikan virkar, þekki hvernig á að áframsenda spjall og hvernig á að breyta stöðu (status) frá verkstiku geti búið til Planner verk frá spjalli, viti að nýir póstar birtist efst í rásum og hvernig hægt er að sérsníða viðbrögð eða emojis Fyrir hverja? Hentar öllum þeim sem nota mikið Teams og vilja kunna einföld en praktísk ráð sem forritið hefur upp á að bjóða.
Þetta hagnýta og aðgengilega námskeið kynnir Microsoft Viva Connections fyrir byrjendum. Námskeiðið sýnir hvernig starfsmenn geta notað Viva Connections til að nálgast innri upplýsingar, skjöl og tilkynningar – allt á einum stað og einnig aðgegnilegt í Microsoft Teams. Fyrir hverja: Starfsmenn og notendur sem vilja nýta Viva Connections í daglegu starfi.
Microsoft Viva Engage er samfélagsmiðill sem er hluti af Microsoft Viva-verkfærinu. Það er byggt á Yammer og er notað til að efla samvinnu og tengingu milli starfsmanna innan fyrirtækja. Viva Engage býður upp á eiginlega miðstöð fyrir samskipti, þekkingarútbreiðslu, viðurkenningar og endurgjöf. Með því geta starfsmenn fengið upplýsingar um fyrirtækisfréttir, tekið þátt í umræðum, nálgast námsefni og fagna afrekum í gegnum þekktar Microsoft Teams-viðmót. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi kynni sér alla helstu virkni Viva Engage, skoði viðmótið og geti unnið með hópa þekki hvernig hægt er að spjalla eða senda tilkynningu, eiga samskipti í hópum og fylgjast með umræðu viti hvernig unnið er með skjöl, þekki helstu stillingar, viti hvað storyline er og hvernig hægt er að tengja Viva Engage við Teams. Fyrir hverja? Alla þá sem vilja kynna sér þessa frábæru lausn.
SharePoint Grunnur er hannað fyrir byrjendur sem vilja læra að nota SharePoint, með sérstakri áherslu á skjalasafnið (document library). Námskeiðið kynnir helstu möguleika og aðferðir til að geyma, skipuleggja og vinna með skjöl á öruggan og skilvirkan hátt innan SharePoint. Fyrir hverja er námskeiðið? Námskeiðið hentar öllum sem eru að stíga sín fyrstu skref í SharePoint, hvort sem þú ert starfsmaður, kennari eða nemandi sem þarft að halda utan um skjöl og vinna með öðrum á einfaldan hátt.
Þetta er dæmi um hvernig námskeið í Wise Dojo eru byggð upp og sýnir framsetningu á þeim með völdum myndböndum úr nokkrum námskeiðum.
Á þessu stutta námskeiði förum við yfir það helsta í Teams og Viva Engage í síma. Við skoðum hvernig við getum verið í samskiptum í gegnum bæði Teams og Viva og hvernig þessi forrit spila saman.
Upptökur af veffundum sem haldnir hafa verið fyrir viðskiptavini
Mikilvægt er að allir hugi að eins góðu öryggi og hægt er þegar unnið er með tölvur og ferðast er um heim netheima. Margar hættur finnast á netinu og það er margs að varast. Þó er gott til þess að vita að það er margt hægt að gera til að forðast hætturnar og að við verðum ekki fyrir skaða. Á námskeiðinu er farið vel yfir öryggismál almennt og við fáum innsýn í ýmislegt sem hægt er að gera með forvörn í huga og hvernig við getum tryggt öryggi okkar á sem bestan hátt. Fyrir hverja? Námskeiðið er ætlað venjulegum tölvunotendum, ekki er ætlast til að nemendur hafi djúpa þekkingu á tölvum eða nettengingum.