Microsoft Planner 2025

Microsoft Planner er námskeið ætlað þeim sem vilja ná betri tökum á verkefnastjórnun með hjálp Planner. Á námskeiðinu er farið yfir helstu eiginleika forritsins og hvernig hægt er að auka skilvirkni í daglegum verkefnum og teymisvinnu. Þátttakendur kynnast mismunandi leyfismöguleikum, læra að nýta viðmótið og skoða þær nýjungar sem Planner býður upp á. Farið er yfir hvernig stofna má nýtt plan, búa til og skipuleggja verk, deila plani með öðrum og nýta litaflokkun til aðgreiningar. Einnig er sýnt hvernig bæta má við dálkum, nota tímalínu, setja tíma og markmið á verk og fá yfirlit yfir lengd verkefna. Loks er farið yfir helstu stillingar og hvernig Copilot getur stutt við verkefnastjórnun í Planner. Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta Microsoft Planner á markvissari hátt – hvort sem er í eigin verkefnum eða í samvinnu með teymi.
Product image for Microsoft Planner 2025
This course is closed for enrollment.