Á þessu hagnýta námskeiði lærir þú að búa til faglegar kynningar í PowerPoint frá grunni. Við förum yfir viðmótið, hvernig á að hefja nýja kynningu og velja rétta hönnun. Þú lærir að vinna með texta, myndir og bakgrunna, sem og að bæta inn hreyfingum og umbreytingum til að gera kynninguna lifandi.
Auk þess sýnum við hvernig fjarlægja má bakgrunn úr myndum, vinna með SmartArt, stilla útlit og loks undirbúa kynningu fyrir framsetningu.
Eftir námskeiðið geturðu:
Hannað glærur sem líta fagmannlega út
Nýtt myndir, texta og grafík á áhrifaríkan hátt
Bætt við hreyfingum og umbreytingum til að skapa áhuga
Stjórnað stillingum og undirbúið kynningu fyrir flutning
Microsoft PowePoint

This product is closed for enrollment.