Í þessu hagnýta námskeiði lærir þú að nota Microsoft Shifts, öflugt og notendavænt vaktakerfi sem er hluti af Microsoft Teams. Shifts hentar sérstaklega teymum sem vinna í vöktum og auðveldar skipulagningu vaktaplans með sveigjanlegum og einföldum hætti. Á námskeiðinu lærir þú að búa til og skipuleggja vaktaplan fyrir lið, úthluta vöktum og bregðast við breytingum, setja upp opnar vaktir sem starfsfólk getur sótt um sjálft, meðhöndla beiðnir um frí og skiptivaktir, deila planinu með teyminu og halda utan um upplýsingaflæði. Einnig verður sýnt hvernig nota má Shifts í síma til að skoða vaktir og fá tilkynningar.
Microsoft Shifts

one-time purchase