Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur hvernig hægt er að nýta Copilot í OneDrive til að vinna hraðar, leita upplýsinga á skilvirkan hátt og fá betri yfirsýn yfir skjöl og gögn. Með hagnýtum dæmum er sýnt hvernig Copilot getur sparað tíma, einfaldað upplýsingaleit og gert vinnuna þægilegri með sjálfvirkum samantektum, samanburði og spurningum.
Námskeiðið byggir á stuttum og markvissum myndböndum sem leiða notendur skref fyrir skref í gegnum helstu aðgerðir Copilot í OneDrive.
Copilot í OneDrive
