Námskeiðið SharePoint Framhald er ætlað notendum sem vilja dýpka þekkingu sína á SharePoint. Þátttakendur læra að setja upp og sérsníða SharePoint-svæði, stjórna aðgengi og deila efni á áhrifaríkan hátt. Námskeiðið nær yfir hvernig á að vinna með Team og Communication sites, breyta útliti, tengja við Teams, nýta Web Parts og búa til fréttir og síður. Lögð er áhersla á bestu venjur fyrir aðgangsstýringu, og að sérsníða SharePoint eftir þörfum hópsins.