Microsoft Viva Engage 2025

Microsoft Viva Engage er innri samfélagsmiðill og er hluti af Microsoft verkfærunum. Lausnin stuðlar að bættri tengingu, samvinnu og upplýsingaflæði meðal starfsmanna, þar sem hægt er að deila fréttum, fagna afrekum, taka þátt í umræðum og nálgast þekkingu og námsefni – allt í gegnum aðgengilegt og kunnuglegt Teams-viðmót. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur helstu eiginleikum Viva Engage og fá innsýn í hvernig hægt er að vinna með hópa, eiga samskipti, senda tilkynningar og fylgjast með umræðum. Einnig er farið yfir hvernig unnið er með skjöl, hverjar helstu stillingar eru, hvað „storyline“ felur í sér og hvernig Viva Engage tengist beint við Teams. Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta þessa lausn til að styrkja upplýsingaflæði, þátttöku og menningu innan vinnustaðarins á einfaldan og markvissan hátt.
Product image for Microsoft Viva Engage 2025
one-time purchase

Course content

1 sections | 17 lessons